Genesis

18. desember 2008

Dimmir dagar, mikill snjór. Ísland er annaðhvort að deyja eða að fæðast á ný. Eða bæði í senn. Fólk er að taka eftir þessari breytingu, það finnur fyrir henni. Já, það er jafnvel hluti af henni. Það er teiknuð frekar dökk mynd af landinu um þessar mundir, sem er kannski deyjandi hlutinn. Deyjandi þættirnir eru fallandi gengi, hækkandi vísitala, verðhækkanir, verkefnaleysi, atvinnuleysi, skattahækkanir, gjaldþrot og fjöldi hluta sem snýr að tilfinningalegu lífi fólks.

Fæðingahlutinn er ekki eins skýr skilgreindur að sinni en hann hlýtur að snúa að tækifærum ýmis konar og uppvexti. Það er markmið mitt að auka á fæðingarhlutann, þannig að fólk geti hlotið von og gleði. Byrði þjóðarinnar - sem er okkar allra - verður að léttast.Lokað er fyrir ummæli.