Jakob á afmæli

19. desember 2008

Við strendur Danmerkur Til hamingju með afmælið Jakob Örn!

Litli bókaormurinn okkar er orðinn 14 ára. Afmælishefðir okkar eru þannig að allir hinir í fjölskyldunni safnast saman, venjulega í stofunni, eru búin að skreyta eitthvað og setja gjafir á borð og kveikja á kerti. Þegar allir eru tilbúnir verður afmælisbarnið vakið með söng. Ef afmælisbarn vaknar áður en það er vakið, þá verður það bara að þykjast sofa… Nú, síðan þegar viðkomandi kemur er honum óskað til hamingju með kossum og látum og híft upp í loftið þrisvar í stól með viðeigandi versum.

Í dag hins vegar þurfti ég að fara kl. 7:00 úr húsi en krakkarnir áttu að mæta í skólann kl. 9:00 (nema Jósef sem á frí) og eftir mikla tiltekt í gærkvöldi voru allir þreyttir í morgun. Ég missti sem sagt af fjörinu en í þetta sinn fór Bettina og systkinin inn í herbergið til Jakobs með söng, köku og gjafir. Jakob var hæstánægður með þriðju Eragon bókina sem hann er búinn að bíða eftir svo lengi.

Ótrúlegt að þessi litli töffari er orðinn 14 ára!!    Jakob með sólgleraugu sumarið 2008Ein ummæli við „Jakob á afmæli“

  1. Margret Annie Guðbergsdóttir ritaði:

    Til hamingju með strákinn