Jólatónar

22. desember 2008

Seinni partinn í gær, sunnudags, var haldin jólakvöldvaka í safnaðarheimilinu á Selfossi þar sem mikið var um söng og tónspil. Krakkarnir okkar voru dugleg við að spila á fiðlur, selló og klarinettu en Bettina lék af og til undir á blokkflautu og ég tók tvö lög á gítarnum.

Bettina og Karólna Einnig píndi Bettina mig til að syngja með sér tvíraddað jólalag en ég er sko enginn söngvari, það er á hreinu. En þetta var mikið gaman! Jólasögur frá Sveinbjörgu og Gretu skiluðu fallegum boðskap og söngur Systur Bremners og Karitasar yljaði hjartað. Valla sá um stjórnunina sem sýndi sig mjög sveiganlega en allt gekk þetta vel. Jóhann greinarforseti sagði nokkur lokaorð og þakkaði fyrir vel heppnaða kvöldvöku og hrósaði yngri kynslóðinni og hæfileika þeirra.

Matur og hressing var í boði á eftir með meðal annars súpu, heita og kalda rétti, ljúffengt salat og heitt súkkulaði. Búið var að skreyta með skreyttum greinum og jólaseríum. Yndisleg stund sem fleiri hefðu mátt koma í.Lokað er fyrir ummæli.