Gleðilegt ár!

1. janúar 2009

Gamlárskvöld Við ákváðum að eyða Gamlárskvöldi heima fyrir. Mikið gaman hjá okkur þó að við söknuðum öll Jósefs. Við borðuðum Kjöt-Fondue sem öllum fannst yndislega gott og ég bjó til þessa gómsætu bollu með ávöxtum sem var mjög vinsæll drykkur.

Áramótaskaupið? Við slökktum á því eftir aðeins 2 mínútur…

Hinsvegar dönsuðum við heima fyrir við Abba-lög (stelpurnar fengu Mamma Mia! DVD myndina í jólagjöf) og var mikið stuð. Seinna fórum við út á útsýnispall í Kömbunum til að skoða flugeldana.

Maður veltur því fyrir sér hvað eigi eftir að gerast á árinu. Helsta von okkar allra í fjölskyldunni er að sjálfsögðu sú að ég fái vinnu og sleppi við að sogast út í vanskil og fjárhagslega erfiðleika. Einnig er heit ósk allra að fá að fara til Þýskalands í ár og hitta ættingjana þar sem við erum svo nátengd. Þrátt fyrir slæmar horfur er ég mjög vongóður um að allt fari vel.Lokað er fyrir ummæli.