Eftir skirnina   Góður piltavinahópur   Það var 13. janúar 1979 þegar ég tók skírn hjá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, eða með öðrum orðum hjá Mormónum. Ótrúlegt hve tíminn líður hratt. Ég var einungis 14 ára gamall snáði þá, fullviss um að ég væri að gera það rétta og óhræddur um hvað bekkjafélagar mínir og aðrir vinir fyndist um þetta. Mér finnst að þetta umræðuefni hafi verið mikið tabú en þó var ég inntur eftir þessum málum einstöku sinnum.

Þegar ég horfi á líf mitt tilbaka í dag, þá get ég séð allt hið góða sem gerst hefur í kjölfar trúarskrefs míns. Ég nýt svo sannarlega ávexti “erfiðis” míns enda hefur mér verið hlíft frá mörgum ógöngum og ég er mikið blessaður maður. Allt virðist hafa gengið upp hvað varðar burðarsúlur lífsins, eins og yndisleg kona mín og fimm börn okkar, búsetur okkar í mismunandi löndum og þau störf sem ég hef sinnt.

Þó svo að ég sé á fullu með Bettinu konu minni að ala upp heilbrigða fjölskyldu og jafnvel þó að mikið hefur verið náð, þá er mikið verk eftir óunnið. Að sjálfsögðu er það ævistarf að byggja upp sitt hamingjuríki og auðvitað liggja leiðir okkar oft í gegnum margs konar erfiðleika eins og væntanlega hjá öllum öðrum líka. En mér finnst ég hafa “verkfæri” í höndum mínum til þess að geta tekist á við allar okkar áskoranir. Maður talar um að trúin flytur fjöll en það er svo sannarlega kraftur í henni sem þeytir okkur áfram.

Á þessari stundu er ég mjög þakklátur. Lífið hefur gefið mér svo ótrúlega margt og það er margföld ástæða til að fagna og færa þakkir.Ein ummæli við „30 ára aðild að Kirkju Jesú Krists“

  1. LITLI bróðir ritaði:

    Til hamingju með afmælið :)