Atvinnumál

19. janúar 2009

Í kjölfari efnahagskreppunnar og mikils samdráttar í byggingargeiranum hefur mér ásamt nokkrum öðrum í fyrirtækinu verið sagt upp störfum hjá Hnit. Það er í fyrstu andrá að sjálfsögðu hið versta mál enda er starf eins ein af burðarsúlum lífsins, eða a.m.k. er tekjur eins það. Þó svo að ekkert nýtt hefur komið inn, finnst mér þessi breyting sem mun eiga sér stað 1. mars ekki endilega hið versta mál lengur. Ég sé þetta sem ágætis tækifæri og vænti þess að eitthvað gott spretti úr þessu.

Það er að sjálfsögðu ekki úr miklu að taka en um margt að íhuga. Samtals hef ég sent 20 umsóknir síðan í nóvember. Fimm hef ég fengið í hausinn og farið í viðtal tvisvar. Það er einhver hreyfing í gangi og ég er viss um að það rætist úr þessu á ásættanlegan hátt.

Ég hef trú á mér og veit að ég get gefið gott framlag í samfélaginu með því að vera traustur starfsmaður. Þetta er bara spurning um tíma.Lokað er fyrir ummæli.