Ég er fæddur 2. nóvember 1964 í Þýskalandi, en faðir minn, Guðni Þorsteinsson, stundaði nám í fisikifræði í Norður-Þýskalandi. Þar kynntist hann móður minni, Ilse Thiede og stofnuðu þau fjölskyldu þar úti áður en við fluttum til Íslands árið 1968.

Æskuárunum eyddi ég í Hafnarfirði, sótti skóla í Víðistaðaskóla og lauk stúdentsprófi í Flensborgarskóla vorið 1983.

Ég lærði byggingarverkfræði bæði í Háskóla Íslands og í háskólanum í Stuttgart, en þaðan kemur kona mín Bettina fædd Fingerle.

Öll börnin okkar fimm fæddust nálægt Stuttgart: Jósef Björn 1991, Jakob Örn 1994, Karólína Ursula 1996, Elín Wanda 1998 og Berglind Elsa 2000.

Árið 2001 fluttum við til Danmerkur og bjuggum þar þangað til við hófum nýtt líf á Íslandi sumarið 2007, en þá hafði hvorki konan né börnin nokkurn tímann átt heima á Íslandi. Öll þurftu þau að læra íslensku, á sama hátt og þau þurftu að læra dönsku 6 árum áður!

Ég er stjórnandi í Kirju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (Mormónar) og hef gegnt þar fjölda embættis- og félagsstarfa gegnum árin.